Þjónusta við aldraða


Heimaþjónusta

Heimaþjónusta á vegum Akrahrepps tekur til eftirfarandi þátta: þrif og almenn heimilisstörf, innlit og samvera, persónulegur stuðningur og aðstoð eins og þurfa þykir og hægt er að ætlast til. Útiverk falla ekki undir starfssvið heimaþjónustu. Þeir sem vilja sækja um heimaþjónustu er bent á að hafa samband við oddvita.

 

Dagdvöl

Dagdvöl þjónar heilsuumdæminu öllu þannig að íbúar sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps eiga aðgang að úrræðinu.

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur standa saman að því að reka Dagdvöl aldraða fyrir aldrað fólk í Skagafirði og er ætluð þeim sem búa á eigin heimili. Dagdvölin var stofnuð fyrir 20 árum og er staðsett á Heilbrigðsstofnuninni á Sauðárhæðum á Sauðárkróki, samningur við ríkið gerir ráð fyrir 11 plássum.

Samkvæmt reglugerð skal bjóða upp á flutningsþjónustu að og frá heimili einstaklings og er það innifalið í þjónustunni. Nánari upplýsingar fást á síðu sveitafélagsins Skagafjarðar.