Um Akrahrepp

Akrahreppur (áður kallaður Blönduhlíðarhreppur) er hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan Héraðsvatna, norðan frá Kyrfisá allt suður að Hofsjökli. Sveitarfélagið nær yfir Blönduhlíð og Norðurárdal, Kjálka og Austurdal allan nema hvað bærinn Bústaðir tilheyrir Sveitarfélaginu Skagafirði. Nokkur eyðibýli í Vallhólma tilheyra einnig Akrahreppi þótt þau séu nú vestan Héraðsvatna, sem hafa breytt um farveg á þessum slóðum. Víðlend afréttarlönd tilheyra sveitarfélaginu,Silfrastaðaafrétt og Nýjabæjarafrétt.

Aðalatvinnuvegur erlandbúnaður og er ekkert þéttbýli í sveitarfélaginu. Grunnskóli hreppsins var á Stóru-Ökrum, í félagsheimilinu Héðinsminni, frá 1949 til 2006 en var lagður niður og síðan hefur nemendum verið ekið í skóla í Varmahlíð.

Fjórar kirkjur eru í Akrahreppi, á Flugumýri, Miklabæ, Silfrastöðum og Ábæ í Austurdal en Ábæjarsókn er nú öll í eyði. Lítils háttar jarðhiti er á nokkrum stöðum í Akrahreppi og var byggð sundlaug á Víðivöllum árið 1938, sem ekki er lengur í notkun. Nú hefur hitaveita ásamt ljósleiðara verið lögð frá Varmahlíð um mestalla Blönduhlíð. Varð þetta enn ein búbótin í annars farsælli sveit.

Akrahreppur er sögusvið margra stórviðburða Sturlungaaldarinnar, þar á meðal Örlygsstaðabardaga, einna fjölmennustu orustu sem háð hefur verði á Íslandi og svo Haugsnesbardaga, mannskæðustu orustu á Íslandi og Flugumýrarbrennu.