Koma félagsráðgjafa í Héðinsminni verður sem hér segir:
desember: 13.
janúar: 10. og 24.
febrúar: 7. og 21.
mars: 7. Og 21.
apríl: 4. og 25. (18. er annar í páskum)
maí: 9. og 23.
Panta þarf tíma í síðasta lagi fimmtudeginum fyrir hverja komu.
Félagsleg ráðgjöf er fyrir alla hreppsbúa sem þess þurfa. Markmið þjónustunnar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál annars vegar og stuðning vegna félagslegs og persónulegs vanda hins vegar.
Ráðgjöfin miðar að því að koma til móts við einstaklingsbundnar þarfir og tekur til ýmissra mála sem fólk getur þurft aðstoð með hverju sinni, t.d. vegna atvinnuleysis, veikinda, fjárhagsvanda, fötlunar, öldrunar eða hvers konar vanda sem steðjað getur að á lífsleiðinni.
Akrahreppur hefur gert samning við félagsráðgjafarstofuna Hugrekki – Ráðgjöf og fræðsla sem staðsett er á Akureyri en býður einnig uppá rafræna samtalsmeðferð. Lagt er upp með að félagsráðgjafi frá Hugrekki – Ráðgjöf og fræðsla sé í Héðinsminni annan hvern mánudag frá klukkan 10-14, háð bókunum.
Hægt er að hafa samband við Ingibjörgu Þórðardóttur, félagsráðgjafa hjá Hugrekki ehf, og óska eftir upplýsingum um þjónustu, réttindi eða frekari ráðgjöf.
Netfang: hugrekki@hugrekki.is og sími: 779-1910.