Bókasafn og lestrarfélag

Eins og tíðkaðist í mörgum hreppum landsins voru starfrækt lestrarfélög á vegum kirkjusókna.  Í Akrahreppi hafa öll lestrarfélög utan eitt sameinast í bókasafn sem hýst er í félagsheimilinu Héðinsminni og er safnið opið öllum Akrahreppsbúum.  Silfrastaðasóknarbörn reka enn sitt lestrarfélag og er það starfrækt í Flatatungu.